Á dögunum var gerð athyglisverð rannsókn á áhrifum kulda á fitubrennslu. Fullorðnir karlmenn voru klæddir í vatnskældan galla. Í honum voru þeir tvær klukkustundir á dag, fimm daga vikunnar í fjórar vikur. Áhrifin urðu þau að magn brúnu fitunnar jókst um 45% og efnaskipti í hvíld jukust um 182%. Rannsókninni var stjórnað af Denis Blondin við Université de Sherbrooke í Sherbrooke í Kanada.
Brúna fitan er talin gegna því hlutverki í líkamanum að umbreyta fæðu í hita. Hvíta fitan er hinsvegar í andstæðu hlutverki. Hvíta fitan geymir orkuna í fituforða. Brúna fitan er sömuleiðis talin gegna mikilvægu hlutverki fyrir dýr sem leggjast í dvala. Hún myndar hita án skjálfta sem gerir bæði mönnum og dýrum kleift að aðlagast kulda.
Talið er að einstaklingsbundið magn brúnu fitunnar og mismikil hreyfing leiki stórt hlutverk í samspili offitu og heilbrigðis. Með aukinni virkni brúnu fitunnar eykst orkubrennsla og fitubrennsla. Kuldi hefur þannig hugsanlega áhrif á aukakílóin vegna áhrifa hans á brúna fitu.
(Journal of Physiology, 595: 2099-2113, 2017)