Kreatín er tvímælalaust vinsælasta bætiefnið meðal íþróttamanna í dag. Þeir sem mest nota af því eru vaxtarræktarmenn, lyftinga- fótbolta- og sundmenn sem og fleiri íþróttamenn. Fjöldi nýlegra rannsókna sýna fram að aað það eykur einnig vöðvastyrk í öldruðum einstaklingum. Læknarnir Mark Tarnopolsky og Dan MacLennan við McMaster háskólann rannsökuðu áhrif kreatíns á erfiðar hjólreiðaæfingar og vöðvastyrk. Einnig var rannsakað hvort kreatín hefði mismunandi áhrif á karla og konur. Niðurstaðan varð sú að kreatín eykur getu karla og kvenna í ýmsum tegundum erfiðra æfinga. Int. J. Sportss Nutr. Exerc. Metab. 10: 452-463, 2000