Vöðvarýrnun er vandamál sem þeir kannast við sem hafa handleggs- eða fótbrotnað. Vöðvar viðkomandi líkamsparts rýrna, styrkur minnkar og þol verður minna. Lengi vel hafa íþróttamenn notað kreatín til þess að auka styrk og vöðvastærð og gagnast það einnig eldra fólki og fólki með hrörnunarsjúkdóma.Kandadískir vísindamenn undir stjórn Adam Johnson gerðu afar athyglisverða rannsókn á áhrifum kreatíns á vöðvarýrnun. Skammturinn sem viðfangsefnin fengu var 5 g, fjórum sinnum á dag. Um var að ræða unga karlmenn sem voru með handlegg í gifsi í tvö sjö daga tímabil. Vöðvarýrnun þeirra sem voru í gifsi og fengu ekkert kreatín var 3,7%, vöðvastyrkur minnkaði um 21,5% og vöðvaþol minnkaði um 43%. Þeir sem fengu hinsvegar kreatín á meðan þeir voru í gifsi juku reyndar örlítið við sig vöðvamassa en vöðvastyrkur og vöðvaþol minkaði einungis um 4,1% og 9,6%. Það verður að teljast mikill munur.
(Journal Strength Conditioning, vefútgáfa janúar 2009)