Það skortir ekki neikvæða umræðu um kolvetni þessa dagana. Miðað við umfjöllun í fjölmiðlum sem og samfélagsmiðlum mætti ætla að kolvetni væru sökudólgurinn í flestum málum sem varða næringu. Sérstaklega einföld kolvetni. Fjöldi vísindamanna hafa bent á að mikil hækkun blóðsykurs stuðli að offitu, insúlínviðnámi og hjartasjúkdómum. Gerð var rannsókn við Harvardháskóla á 163 offeitum karlmönnum sem voru á fjórum mismunandi matarkerfum. Matarkerfin samanstóðu af mismunandi magni og tegundum kolvetna. Samkvæmt niðurstöðunni var ekki hægt að sjá samhengi á milli kolvetnaneyslunnar og blóðsykurstjórnun, blóðfitu eða slagbilsþrýstings (hæsta gildið blóðþrýstingsins). Lífsstíll og þar með talin hreyfing og æfingar, fæðumagn, svefnvenjur, reykingar og streita hafa meiri áhrif á heilbrigði en einstakir afmarkaðir þættir í mataræðinu.
(Journal American Medical Association, 312: 2531-2541, 2014)