Hátt hlutfall offeitra kljást við aukið insúlínviðnám og sykursýki tvö sem aftur auka hættuna á sjúkdóm sem veldur feitri lifur. Ekki er um sama, en svipaðan lifrarsjúkdóm og fylgir langvarandi áfengisdrykkju. Fitusöfnun lifrarinnar veldur auknum bólgum og hamlar efnaskiptum líkamans þegar unnið er úr fitu, kolvetnum og prótíni. Hægt er að greina lifrarsjúkdóma með athugun á lifrarensímum og niðurstöður vísindamanna við Washington læknaháskólann í St. Louis benda til að kolvetnasnautt, ketógenískt mataræði stuðli að lifrarsjúkdóm án þess að um áfengisdrykkju sé að ræða. Hættan minnkar ef mataræðinu er fylgt í skamman tíma, en eykst eftir því sem því er fylgt lengur.
(Current Opinion Clinical Nutrition & Metabolic Care, 15: 374-380, 2012)