Hugsanlegt er að kolvetnaríkt mataræði auki hættuna á blöðruhálskirtilskrabbameini og offitu.
Kolvetnaríkt fæði eykur losun briskirtilsins á insúlíni. Insúlín er vefaukandi hormón sem getur orsakað stækkun á blöðruhálskirtlinum.
Feitir karlmenn sem greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein eru 20-30% líklegri en grannir karlmenn til að deyja úr þessu krabbameini.
Stækkun kirtilsins ræðst verulega af lífsstíl eldri karlmanna. Hægt er að draga úr hættunni á blöðruhálskirtilskrabbameini með því að sleppa reykingum, gæta þess að fitna ekki, drekka áfengi í hófi og jafnvel sleppa því alveg.
Ávextir og grænmeti í mataræðinu hafa fyrirbyggjandi áhrif en forðast ætti að borða mikið af fæðu sem inniheldur mikið af sykri.
Gosdrykkir, orkudrykkir og aðrir sætir drykkir eru því mjög óheppilegir.
(Science Daily, 19. desember 2011)