Aukin orkutilfinning fylgir koffínneyslu, hvort sem inneign er fyrir henni eða ekki.
Vísindamenn mældu áhrif þess að taka þrjú milligrömm af koffíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdaar eftir fjórar morgun- og þrjár seinniparts-æfingar á þrekhjóli. Koffínið dregur úr sársaukaupplifun í æfingum og hentar því vel þeim sem æfa mikið.
Almennt er talið að koffín dragi úr verkjum vegna strengja. Aukin orkutilfinning fylgir koffínneyslunni, hvort sem inneign er fyrir henni eða ekki. Koffín hefur því lengi vel verið talið gott bætiefni fyrir þá sem æfa mikið, sérstaklega fyrir þá sem stunda skorpuæfingar (HIIT).
Hluti af virkni koffíns felst eflaust í áhrif á viljastyrk. Þeir sem drekka mikið af kaffi þekkja það hvernig einn kaffibolli getur skilið á milli afkasta og leti í vinnunni. Hann getur verið drifkrafturinn sem vantaði.
Flest afrek lífsins byggjast á því að mæta. Þar á meðal það að stunda æfingar í ræktinni. Koffín getur því skilið á milli þess að nenna og nenna ekki að mæta á æfingu.
(Journal Strength Conditioning Research, 31:638-643, 2017)