400 mg af koffíni sem tekin voru 75 mínútum fyrir æfingar stytti tímann í 8 km skíðagöngu um tæplega 5% í samanburði við lyfleysu (gervikoffín) samkvæmt rannsókn sem gerð var við norska Íþróttavísindaskólann í Osló. Skíðamennirnir notuðu göngustafi sem auka áreynslu á axlir og handleggi en þeir fóru hraðar yfir og hjartsláttur var hraðari en þeir upplifðu áreynsluna sem auðveldari þegar þeir fengu koffín. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á samhengi meiri árangurs í íþróttum og koffíns. Koffín fyrir æfingar eða keppni virðist auka árangur í fjölmörgum íþróttagreinum. Nokkur ár eru síðan bann við koffíni í Ólympíuíþróttum var afnumið þannig að íþróttamenn mega nota koffín ef þeir vilja.
(Medicine Science Sports Exercise, 45: 2175-2183, 2013)