Fjölmargar nýlegar rannsóknir hafa bent til samhengis á milli kalkneyslu í gegnum mjólkurneyslu og fárra aukakílóa. Hafa vísindamenn í því sambandi talið að áhrif kalksins megi rekja til minna frásogs fitu í meltingarvegi, aukinnar fitubrennslu og minni matarlystar. Breskir vísindamenn við Northumbria Háskólann hafa komist að því að 1.400 mg af kalki í bætiefnaformi höfðu engin áhrif á orkunotkun í æfingum. Gerðar voru rannsóknir á blóðfitusýrumagni, glýseróli, glúkósa og laktósa. Kalkið hafði ekki heldur áhrif á matarlyst. Samkvæmt þessari rannsókn eru því engar vísbendingar um að kalk hafi áhrif þyngdarstjórnun eða léttingu.
(European Journal of Clinical Nutrition, vefútgáfa 19. mars 2014)