Læknar mæla oft með að hætta kaffidrykkju til að lækka blóðþrýsting. Vísindamenn hafa hinsvegar ekki fundið neitt samhengi á milli kaffineyslu og hækkunar blóðþrýstings.
Þeir mældu bæði slagbilsþrýsting og þanþrýsting á þremur mismunandi tímum og báru saman við neyslumunstur kvenna sem hættar voru á blæðingum.
Í gegnum tíðina hafa birst margar jákvæðar greinar um kaffi en neikvæðar inn á milli. Kaffi hefur ýmsar neikvæðar aukaverkanir þegar mikið er drukkið.
Ef menn drekka þrjá til átta bolla af kaffi geta aukaverkanir falið í sér skjálfta, höfuðverk, hjartsláttartruflanir eða svima. Það hljómar ekki vel og því síður sú staðreynd að það er vel þekkt að mikil kaffidrykkja veldur kvíðatilfinningu. Dásemdir þessa elskaða drykkjar eru því ekki allar himneskar.
Í jákvæðari kantinum ber að nefna að kaffi tengist langlífi og getur örvað andlega og líkamlega getu, þó ekki sé nema tímabundið, það inniheldur sindurvara sem draga úr frumuskemmdum og talið er að kaffi dragi úr líkum á ákveðnum tegundum krabbameina.
Það sama á við um kaffi og aðrar dásemdir lífsins – hægt er að fara yfir strikið með ofneyslu. Ef þess er gætt að drekka ekki of mikið er ekkert sem mælir gegn stöku bolla.
(American Journal Clinical Nutrition, 103: 210-217, 2016)