Kæfisvefn er vandamál sem orsakast af hindrun í öndunarveginum. Mikill vöðvamassi og stórir hálsvöðvar auka líkurnar á kæfisvefni sem gerir t.d. stóra vaxtarræktarmenn eða offitusjúklinga hugsanleg fórnarlömb. Í stuttu máli felst kæfisvefn í ítrekuðum öndunarhléum í svefni. Kæfisvefn getur gert vart við sig hjá ungu fólki sem er að losa unglingsárin og nýlegar athuganir sýna að hann tengist ýmsum öðrum tilvikum eins og óreglulegum hjartslætti, óvæntum dauða og risvandamálum. Ítalskir vísindamenn komust að því í rannsókn á 4000 manns að svefnvandamál auka tíðni risvandamála og eru mælanleg í tíðni ósjálfráðri standpínu að nóttu til. Kæfisvefn tengist líka offitu, blóðsykri og blóðfitu auk þess sem þunglyndi kemur við sögu.
(Journal of Sexual Medicine, 8: 1780-1788, 2011)