Ef menn æfa íþróttir reglulega, gengur þeim betur í skóla. Gerð var tveggja ára rannsókn í heimavistarskóla þar sem allir lifðu tiltölulega svipuðu lífi hvað varðaði svefn, mataræði, lærdómsálag, frítíma, matartíma og vinnu. R.B. Silla sem stóð fyrir rannsókninni komst að því að nemendur sem stunduðu íþróttir reglulega náðu betri árangri í öllu sem snéri að bóklegu námi. Þjálfun íþróttamannana var á vegum skólans. Þeir sem stunduðu helmingi minni æfingar stóðu sig hins vegar ekki eins vel. Viðmiðunarhópurinn sem stundaði 100% meiri æfingar heldur en hinir náði 10% meiri árangri þegar upp var staðið. Athyglisvert var að í byrjun skólaársins fóru þeir sem stunduðu æfingarnar hægar af stað og stóðu sig ekki sérstaklega vel sem virtist vera sökum þreytu, en þegar á leið árið snérist dæmið algerlega við og þeir náðu mun meiri árangri en hinir nemendurnir sem litlar æfingar stunduðu.