Flestir sem taka lóðaæfingum alvarlega skipta æfingakerfinu sínu þannig upp að þeir æfa stærstu vöðvahópa líkamans á mismunandi dögum. Oftast er byrjað á að taka stærstu æfingarnar eins og það er kallað, þ.e. þær æfingar sem taka á stærstu vöðvahópana fyrst og í kjölfarið eru teknar stuðningsæfingar sem eru þá sérhæfðari en engu að síður fyrir sama vöðvahóp. Æfing fyrir efri hluta líkamans getur t.d. falið í sér bekkpressu sem aðalæfingu og í kjölfarið hallandi bekkpressu, axlapressu og framhallandi róður sem stuðningsæfingar. Vöðvar taka best við sér eftir langan tíma í hámarksátaki. Hönnun æfingakerfa og það hvernig hvíld á milli lota er háttað getur haft áhrif á heildarátök vöðva. Nicholas Ratamess við háskólann í New Jersey og félagar komust að því að þegar lengd hvíldar á milli lota í aðalæfingum var breytt úr einni, í tvær eða þrjár mínútur breyttist frammistaðan lítið í stuðningsæfingunum á eftir. Hinsvegar breyttist frammistaðan í stuðningsæfingunum þegar aðalæfingin var tekin á undan. Það þarf reyndar ekki að koma neinum á óvart. Þessar niðurstöður eiga eflaust við um þá sem stunda hóflegar æfingar, en á ekki endilega við um vel þjálfaða vaxtarræktarmenn sem æfa oft nálægt hámarksálagi.
(Journal Strength Conditioning Research, 26: 2929-2938, 2012)