Aldurstengd risvandamál karla eru óhjákvæmilega óheppileg fyrir kynlífið. Vísindamenn við Harvard Háskólann hafa komist að því að minnkandi efnaboðskipti í innveggjum æða er ein helsta ástæða aldurstengdra risvandamála hjá karlmönnum. Í grófum dráttum má því segja að æðaveggirnir hrörni með þessum afleiðingum. Risvandamál stafa sömuleiðis af skaðlegum áhrifum sindurefna (free radicals) sem myndast eðlilega við efnaskipti í líkamanum. Það er eðlilegt að líkaminn myndi sindurefni upp að ákveðnu marki. Hinsvegar er talið að þau séu mikilvæg skýring á hrörnun af ýmsu tagi. Ákveðnar fæðutegundir innihalda svonefnda sindurvara (antioxidants) sem binda sindurefnin og draga úr áhrifum þeirra. Sindurvarar draga úr skaðlegum áhrifum sindurefnana og þau er helst að finna í hollustu fæðutegundunum. Ýmis vítamín kallast sindurvarar, t.d. E-vítamín. Grænmeti, ávextir, ber og ýmsar afurðir úr jurtaríkinu innihalda einnig öfluga sindurvara sem gefur til kynna að þarna sé komin ein ástæða þess að þeir sem lifa á hollu fæði eru sprækari en aðrir. Það á við um svefnherbergisleikfimina eins og aðra leikfimi. Talið er að neysla á hollu fæði sem inniheldur sindurvara stuðli að betri lífsgæðum hvað kynlíf varðar hjá karlmönnum sem komnir eru yfir besta aldur.
(International Journal Of Impotence Research, 23: 43-48, 2011)