Samkvæmt rannsókn við Háskólann í Chichester í Bretlandi auka hnébeygjuvafningar hámarksátökin í hnébeygjunni um 13%. Vafningarnir hafa þau áhrif að draga úr láréttum halla stangarinnar sem nemur 39% og auka hraða niðurleiðarinnar um 45%. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni drógu þá ályktun að hnébeygjuvafningarnir myndi og geymi orku í teygjunni sem eykur möguleika á meiri átökum. Vafningarnir breyti semsagt hnébeygjunni og framkvæmd hennar og ættu því ekki að notast við æfingar. Vafningarnir gætu því dregið úr vöðvamyndun í neðri hluta líkamans og auki jafnvel hættuna á meiðslum. Fjölmargir þjálfarar eru ekki sammála þeim ályktunum sem vísindamennirnir drógu af þessum niðurstöðum enda hafi ekki verið sýnt fram á að vafningarnir valdi meiðslum eða hafi áhrif á styrktarframfarir. Ályktanir þeirra hafi því verið ótímabærar.
(Journal Strength and Conditioning Research, 26: 2844-2849, 2012)