Fitubrennsla er mest þegar átök í æfingum eru innan við 65% af hámarksgetu. Ef átökin fara yfir það grípur líkaminn til þess að brenna frekar kolvetnum. Efnaskiptahraðinn er meiri, bæði á meðan æft er og eftir æfingarnar þegar ákefðin er mikil. Í 24 vikna rannsókn á fullorðnu offeitu fólki sem Robert Ross við Queensháskólann í Ontaio í Kanada stóð að kom í ljós að heildarbrennsla hitaeininga í æfingum hafði meira að segja en ákefðin í æfingunum fyrir mælingar á kviðfitu og betri blóðsykurstjórnun. Hóparnir sem voru rannsakaðir æfðu eftir ýmsum æfingakerfum. Æfingakerfin voru allt frá löngum og léttum æfingum upp í stuttar og þungar. Áhrif hlébundinna átakaæfinga (HIIT) á blóðsykur og léttingu voru þó ekki skoðuð í þessari rannsókn.
(Annals Internal Medicine, vefútgáfa 3. Mars, 2015)