Í teygjuæfingum skiptir máli hvort stöðu sé haldið í fimmtán sekúndur eða fimm sekúndur samkvæmt könnun sem birt var í British Journal of Sports Medicine blaðinu. Í könnuninni var háskólanemum skipt í þrjá hópa. Á fimm vikna tímabili fóru þeir í gegnum áætlun þar sem þeir teygðu annað hvort í fimm eða fimmtán sekúndur eða ekkert. Þeir sem teygðu í fimm sekúndur í hverri stöðu gerðu hverja æfingu níu sinnum en þeir sem héldu hverri stöðu í fimmtán sekúndur gerðu hverja æfingu þrisvar til þess að heildar teygjutíminn væri svipaður eða 45 sekúndur. Í stuttu máli sagt urðu þeir sem teygðu í 15 sekúndur mun liðugri en hinir. (Reuters, 17 ágúst, 1999).