Áfengi er ávanabindandi eins og við vitum og eins og alkóhólistar vita manna best er afar erfitt að halda sig frá því þegar ávani er orðin raunin. Vísindamenn frá Sri Lanka sögðu nýlega frá rannsókn á 18 sjúklingum og breytingum á hjartalínuriti þeirra þegar þeir voru í fráhvarfi frá áfengi. Margir sjúklingana greindust með óæskilegar breytingar á hjartalínuriti sem gáfu til kynna að vinstri slegillinn í hjartanu ætti í vandræðum. Sumir fundu einnig fyrir brjóstverk. Hugsanlegt er að fráhvarf frá áfengi valdi hormónabreytingum og skorti á magnesíum sem hafi slæm áhrif á hjartað. Einnig er hugsanlegt að magnesíumskorturinn valdi hrörnun tauga sem stjórna hjartastarfseminni.
(Addiction, 108: 222-223, 2013)