Þegar karlmenn takast á við föðurhlutverkið og axla þá ábyrgð að ala upp börn minnkar framleiðsla líkamans á testósteróni verulega. Testósterón gegnir mörgum hlutverkum í líkamanum. Eitt hlutverkið er að fá karlmenn til að eltast við konur og njóta ásta með þeim.
Mikilvægt hlutverk.
Þetta er rauði þráðurinn í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við Northwestern Háskólann í Bandaríkjunum.
Vísindamennirnir rannsökuðu testósterónmagn í rúmlega 600 einstæðum, barnlausum karlmönnum og báru saman við mælingar fjórum og hálfu ári síðar eftir að þeir eignuðust sitt fyrsta barn.
Föðurhlutverkið minnkaði testósterónmagnið um 26% að degi til og 34% að nóttu til. Testósterónmagnið minnkaði meira hjá þeim sem eyddu miklum tíma í að annast barnið en þeim sem tóku ekki þátt í uppeldinu.
Vísindamennirnir ályktuðu sem svo að hátt testósteróngildi stuðli að því að menn nái sér í maka á meðan lægra gildi er heppilegra þegar uppeldi er annars vegar.
(Proceedings National Academy of Sciences USA,
108: 16194-16199)