ALLT AÐ 10 SINNUM FLEIRI BAKTERÍUR GETA VERIÐ Á FARSÍMA EN Á KLÓSETTSETU.

Símar eru einskonar gróðurhús fyrir bakteríur vegna þess að þeir eru alltaf volgir og eru reglulega snertir af fingrum eigandans sem koma víða við. Þeir geta því auðveldlega verið smitleið fyrir hinar ýmsu pestir, kvef, flensu og magakveisur.

Auðveldasta leiðin til að draga úr smithættu er að þvo sér um hendurnar oft og reglulega, sérstaklega eftir ferðir á salernið. Síminn ætti sem oftast að vera í vasa þegar hann er ekki í notkun vegna þess að þegar hann er settur á borð eða yfirborð sem aðrir nota eykst smithætta.

Fara þarf varlega í að hreinsa símann. Alkóhól og sum hreinsiefni sem innihalda alkóhól geta skemmt skjáinn. Hreinir gleraugnaklútar eða blautir gleraugnaklútar án alkóhóls geta komið sér vel.

(Beckett Guide to Phone Apps)