Stundum er það svo að tilviljun ein ræður því hvað það er sem vísindamenn uppgötva. Vísindamenn við John Hopkins Háskólann voru að rannsaka áhrif efnis sem kallað er C75 á krabbameinsfrumur í rottum þegar í ljós kom að efnið dró algerlega úr matarlyst þeirra eftir 20 mínútur. Á tveimur dögum voru rotturnar búnar að léttast um fjórðung líkamsþyngdar sem er nokkuð sem framleiðendur fitubrennsluefna láta sig ekki einu sinni dreyma um. Efnið C75 virkar þannig að það hindrar upptöku efnis í líkamanum sem veldur hungri. Virkni þess var tímabundin matarlystin kom aftur hjá rottunum nokkrum dögum eftir að hætt var að gefa þeim lyfið. Það er lítil hætta á því að hægt verði að fá C75 í apótekinu á næstunni. Hinsvegar er það talið vera gott innlegg í baráttuna við offitu og þróun aðferða til þess að berjast við hana.
(Assocciated Press, 30 júní, 2000)