Þegar þreyta eða ofþjálfun fer að segja til sín dregur úr getunni til þess að beita sér af krafti í hreyfingum og því er mikilvægt að breyta æfingakerfinu af og til. Hægt er að koma í veg fyrir afturför í krafti með því að taka meira af hröðum endurtekningum með sprengikrafti. Jonathan Oliver, Richard Kreider og félagar við Texas A&M Háskólann komust að því að æfingakerfi vaxtarræktarmanna sem byggist á fleiri lotum, færri endurtekningum og styttri hvíld – 8 lotur með 5 endurtekningum og einnar mínútu hvíld – skilaði sér í meiri krafti en hefðbundið æfingakerfi sem byggist á fjórum lotum og tíu endurtekningum og tveggja mínútna hvíld á milli. Íþróttamennirnir sem tóku þátt í rannsókninni skiptust upp í tvo hópa sem notuðu sömu þyngdir í báðum æfingakerfunum en engu að síður jókst vöðvamassi jafn mikið. Kraftur vöðvana hefur mikið um það að segja hversu mikið þeir taka við sér eftir æfingar og þrátt fyrir að hér sé um litla rannsókn að ræða þykja niðurstöðurnar mikilvægar.
(Journal Strength Conditioning Research, 27: 3116-3131, 2013)