Eins og oft áður þegar nýjungar koma fram á sjónarsviðið deila menn um hvað sé best og eru fljótir að dæma.
Það nýjasta í tækjaheiminum fyrir æfingastöðvunum eru StepMill tækin. Það eru tæki sem eru svipuð og stigvélarnar sem hafa verið notaðar árum saman í æfingastöðvum en eru frábrugðnar að því leyti að það eru alvöru þrep í tröppunum.
Venjulegar stigvélar virka öðruvísi. Í þeim ræðst hraðinn af því hversu hratt þú hreyfir fæturna. Eins og oft áður þegar nýjungar koma fram á sjónarsviðið deila menn um hvað sé best og eru fljótir að dæma. Dan John, vel kunnur þjálfari orðaði þetta nokkuð vel þegar hann sagði: „Allt virkar“.
Það er hægt að ná góðri æfingu með því að gera burpee æfingar, skokka í hálftíma, fara í þolfimi eða ganga á StepMill tæki. Svo framarlega sem þú gætir þess að framkvæma æfingarnar vel og taka hóflega á nærðu árangri. Ef þér finnst gaman að gera æfinguna og gerir hana reglulega skiptir engu máli hvað hún heitir – hún er góð.
Úrtölufólk sem talar illa um spinningtíma, þolfimitíma, hlaupabretti, göngu eða fitnessbox gleymir hvað það er sem skiptir mestu máli fyrir flesta. Það sem skiptir nefnilega mestu máli er að hafa gaman af því sem stuðlar að hreyfingu og líkamlegri áreynslu. Allt er betra en ekkert – allt virkar.
(The Wall Street Journal, 21. nóvember 2016).