Um 11% þjóðarinnar eru náttfarar í eldhúsinu. Borða mjög seint á kvöldin og vakna jafnvel á næturnar til þess eins að fá sér að borða. Næturátfarar geta þeir kallast. Þessi hópur fólks virðist eiga erfitt með að sofa að minnsta kosti þrjár nætur í viku og grípur þá til þess ráðs að fara í eldhúsið. . Karlmenn eru meiri næturátfarar en konur en óháð kyni eiga næturátfarar það sameiginlegt að vera í flestum tilfellum feitari en meðaljón, kljást við þunglyndi og streitu.
Næturátfarar borða sjaldnast morgunverð og borða 50% hitaeininga eftir sjö á kvöldin
Kanadískir vísindamenn halda því fram að ákveðnum hópi fólks sé hættara en öðrum til að hneigjast til næturáts en fjöldi næturátfara vaknar með hungurverki á næturnar og því er efnaskiptaheilsan tæplega góð. Í flestum tilfellum kemur offita við sögu. Vítahringur myndast þar sem offitan er hluti vandamálsins. Þeir sem byrja að æfa og ná nefnilega að léttast losna í mörgum tilfellum við tilhneiginguna til að gerast næturátfarar.
(Obesity Reviews, 13: 528-536, 2012)