Langvarandi og hóflega átakamiklar æfingar í ræktinni hafa lengi vel verið taldar hagstæðastar til fitubrennslu og margir telja æfingakerfi sem byggjast á þessari kenningu vera heppilegast til að komast í form. Kenningin á sér stoð í að líkaminn notar fyrst og fremst fitu sem orku í hvíld og í álagi sem eru undir 65% af hámarksgetu.

Málið er ekki alveg svona einfalt. Vandaðar rannsóknir sem gerðar voru í Kanada hafa sýnt fram á að þeir sem æfa af miklu kappi og taka átökin handan við þessi 65% eru í betra formi og brenna fitu hraðar en þeir sem stunda langvarandi átakaminni þjálfun.

Það voru vísindamenn við Háskólann í Wisconsin sem vöktu athygli á þessum niðurstöðum eftir að hafa komist að því að rottur brenndu meiri fitu eftir álagsmiklar æfingar en rottur sem voru í langvarandi og minni átökum.

Niðurstöðurnar þykja sýna mikilvægi þess að hámarka af og til átök í æfingum. Hvort sem það er í tækjasalnum, skokki, hjólreiðum eða sundi er því mikilvægt að beita sér af alefli og keyra álagið upp annað slagið.

(Med Sci Sports Exerc, 34: 1757-1765)