Engifer er heilsufæða sem vinnur gegn bólgum, dregur úr blóðþrýstingi, bætir blóðsykurstjórnun og örvar meltingarkerfið. Einnig er hugsanlegt að engifer flýti fyrir léttingu samkvæmt rannsókn sem vísindamenn í Egyptalandi gerðu á rottum. Þeir sýndu fram á að engifer stuðlaði jafn mikið að léttingu og orlistat lyfið (sem einnig er selt undir nöfnunum Xenical og Alli). Orlistat hindrar fitufrásog í þörmunum og er eitt af fáum lyfjum sem hafa verið samþykkt sem megrunarlyf. Ýmsar aukaverkanir fylgja því að taka orlistat, en engifer hafði engin óeðlileg áhrif á fituefnaskipti. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að engifer eykur efnaskiptahraða og dregur úr hungurtilfinningu.
(European Review for Medical and Pharmacological Sciences, 17: 75-83, 2013)