Nýmyndun vöðva er meiri en annars þegar tekin er ein ofurlota í byrjun á hverjum líkamsparti sem æfður er. Með ofurlotu er átt við að taka 20% af hámarksþyngd eins oft og hægt er í fyrstu lotu. Oftast ertu teknar fjórar til átta lotur fyrir hvern líkamspart í senn. Er þá byrjað á að taka mesta púðrið úr vöðvunum með því að pumpa í fyrstu lotunni. Samkvæmt niðurstöðum vísindamanna í Brasilíiu sem fylgdust með ungum karlmönnum æfa í átta vikur í fótabekk fyrir framan (leg-extensions) var nýmyndun vöðva mest hjá þeim sem byrjuðu á ofurlotu. Æfingarnar sem voru teknar samanstóðu af þremur tólf endurtekninga lotum við 75% hámarksátak. Einn hópur tók eitt sett af fótabekk fyrir framan þar til þeir gáfust upp áður en hefðbundnu æfingarnar byrjuðu og annar hópur æfði á hefðbundinn hátt til samanburðar. Það er ekki hægt að fullyrða hvort þessi tækni skili sama árangri hjá mjög vel þjálfuðum einstaklingum en vel þess virði að prófa.
(European Journal of Applied Physiology, vefútgáfa 10. Mars, 2015; Annals of Internal Medicine, 162: 326-334, 2015)