Hreyfingaleysi og mataræði sem einkennist af fitu og unnum sykri stuðlar að offitu og insúlínviðnámi. Líkaminn bregst við með því að mynda meira insúlín sem hækkar blóðþrýsting og kólesteról í blóðinu. Þannig eykur insúlínviðnámið einnig kviðfitusöfnun.
Vísindamenn við háskólann í Tufts komust að því að með aukinni neyslu á grófu kornmeti minnkaði líkaminn framleiðslu insúlíns. Unninn sykur eins og sá sem er í sykurmolum, hvítu brauði og bakkelsi er nánast trefjalaus og inniheldur engin vítamín né steinefni. Vinnslan á sykrinum fjarlægir öll steinefni og vítamín. Þetta er ástæða þess að oft er talað um „tómar hitaeiningar“ þegar sykur er annars vegar.
Enn erum við því minnt á mikilvægi þess að borða mat sem er nálægt sínu upprunalega formi og er lítið unninn. Lestu því utan á pakkningar til að vera viss um að þú sért að kaupa lítið unna fæðu.
(Tufts Univ Health Nutr Let, vefútgáfa)