Þeir sem þjást af áunninni sykursýki mælast með minni blóðsykur eftir máltíð ef þeir borða fyrst grænmeti og prótín samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem leidd var af Louis Aronne við Weill Cornell Læknaháskólann í New York. Það er mikilvægt fyrir það sem eru með sykursýki að forðast of háa blóðsykurstoppa vegna hættu á æðasjúkdómum sem leitt geta til hjartaáfalls. Stöðugur blóðsykur er einnig mikilvægur fyrir íþróttamenn til þess að forðast miklar sveiflur í orku og koma í veg fyrir óþarfa fitusöfnun. Hægt er að koma í veg fyrir miklar blóðsykursveiflur með því að drekka prótíndrykk á undan máltíð. Líkaminn bregst við með því að ræsa lífefnafræðilegt ferli sem stuðlar að nýmyndun vöðva og blóðsykurinn hækkar síður upp úr öllu valdi.
(Diabetes Care, 38: e98-e99, 2015)