Til lengri tíma litið eru ekki margir sem geta haft hemil á aukakílóunu m með mataræðinu einu og sér eða bara æfingum. Orkujafnvægi felst í að orkan sem við fáum í formi fæðunnar og orkan sem við eyðum í grunnefnaskiptum og átökum eða hreyfingu dagsins ráða því hvort við þyngjumst eða léttumst.

Æfingar brenna hitaeiningum eins og öll hreyfing gerir en æfingar örva líka matarlyst hjá sumum. Hinsvegar hafa æfingar mjög jákvæð áhrif á efnaskipti sem til lengri tíma stuðla að betri þyngdarstjórnun.

Margar rannsóknir hafa fókusað á áhrif ákveðinna þátta eins og að skera niður hitaeiningar í mataræðinu, áhrif þolfimi og æfinga, áhrif daglegrar hreyfingar og blöndu mataræðis, æfinga og líkamlegrar áreynslu.

Í öllum tilfellum er ætlunin að varpa ljósi á áhrif þessara þátta á léttingu og þyngingu. Niðurstöður þessara rannsókna eru nokkuð samhljóma.

Besta aðferðin til að halda aukakílóum í skefjum er að hafa stjórn á hitaeininganeyslunni, stunda reglulega hreyfingu eða þolfimi og styrktaræfingar og lifa lífsstíl sem felur í sér mikla hreyfingu í stað þess að sitja allan daginn.

Reglulegar æfingar og virkur lífsstíll sem felur í sér hreyfingu er nauðsynlegur vegna áhrifa á efnaskipti líkamans. Mataræðið eitt og sér er þar af leiðandi ekki langtímalausn.

Mannslíkaminn er ekki hannaður fyrir hreyfingaleysi, þvert á móti er okkur ætlað að vera á sífelldum þönum. Hér fyrr á öldum var þetta sjálfgefið þar sem við þurftum að vera á hreyfingu til að lifa af. Nútíminn og hreyfingaleysið sem fylgir tölvuvinnu og sjónvarpsáhorfi er því orðinn okkar hættulegasti óvinur.


(Obesity Reviews, vefútgáfa 141016)