Eitt grundvallaratriða þjálfunar í líkamsrækt er að æfa fram að uppgjöf. Þannig ná vöðvar að vaxa vegna þess hvernig þeir neyðast til að aðlagast álaginu. Þessi aðferð getur reynst byrjendum og lengra komnum varasöm. Ástæðan er að álagið í síðustu lyftunum fyrir uppgjöf getur orðið til þess að tæknin raskist sem veldur óþægilegu átaki á axlir, olnboga og ýmis liðamót.
Bekkpressan er ágætt dæmi. Samkvæmt greiningu sem vísindamenn við Penn Ríkisháskólann gerðu á æfingunni versnar tæknin verulega hjá fólki sem stundar styrktaræfingar af hóflegri alvöru. Í rannsókninni lyftu þátttakendur eins oft og mögulegt var með þyngd sem var 75% af hámarksgetu í einni lyftu. Tæknin versnaði verulega í síðustu lyftunum. Lyfturnar urðu hægari, hraðinn í lyftunni varð mestur þegar stöngin var að nálgast brjóstkassann og eftir því sem þreytan varð meiri færðist stöngin nær öxlunum sem gerir það að verkum að álag á axlir verður hættulega mikið.
Þeir sem eru lítt þjakaðir af mikilli reynslu í tækjasölum ættu að gæta þess að framkvæma æfingarnar rétt út frá tæknilegu sjónarmiði áður en lögð er áhersla á að æfa fram að uppgjöf. Í mjög mörgum tilfellum má rekja meiðsli til rangrar tækni við framkvæmd æfinga.
(Journal Strength Conditioning Research, 21:556-560)