Menn eiga sér oft uppáhaldsæfingar. Bekkpressa er eflaust uppáhaldsæfing margra, enda fáar æfingar sem eru jafn vel til þess fallnar að byggja upp brjóstkassann en bekkpressa með handlóðum á bekk er hinsvegar tvímælalaust ein besta æfingin sem hægt er að gera til þess að einangra brjóstvöðvana vel. Í æfingunni legstu á bekk með fæturna á gólfinu og með handleggina beint út og handlóðin beint yfir brjóstinu.
Þú ferð síðan niður og út með handlóðin þar til handlóðin eru komin að eða niður fyrir brjóstkassann þannig að þú finnir fyrir teygjunni og pressar síðan aftur upp í upphafsstöðuna. Hægt er að gera æfinguna með fæturna uppi á bekknum til þess að styðja við neðra bakið. Það einangrar vöðvaátakið enn betur. Yfirleitt geta menn ekki lyft miklum þyngdum í þessari æfingu en gott er að fá aðstoðarmann til þess að hjálpa við að lyfta nokkrar auka-endurtekningar. Það er þó ekki nauðsynlegt að hafa aðstoðarmann eins og í bekkpressunni vegna þess að ef lóðin ætla ekki upp er hægt að leggja þau frá sér á gólfið.
(Strength Cond. J.)