Miklar æfingar, góð næring og góður svefn er undirstaða árangurs hvort sem tilgangurinn er að komast í besta form lífsins eða ná árangri í íþróttum. Hvíld og endurnæring eftir æfingar er fræðigrein út af fyrir sig sem skiptir miklu fyrir æfingar. Það fylgja því margir jákvæðir kostir að fá nægan nætursvefn. Nægur svefn eykur árangur í íþróttum á meðan svefnskortur eykur líkur á veikindum og lélegum árangri í íþróttum. Almennt er talið að svefnþörf íþróttamanna sé sjö til níu klukkustundir. Svefnvenjur skipta sömuleiðis máli. Best er að fara að sofa fyrir miðnætti og sjá til þess að friðsælt sé í svefnherberginu. Það er gott að fá sér miðdegisblund en ekki lengur en hálftíma. Ofþjálfun ber að varast þar sem hún dregur úr árangri og getur valdið vítahring þar sem hún getur truflað svefninn og leitt til enn meiri þreytu. Ennfremur er vitað mál að áfengi, reykingar og kaffi skömmu fyrir háttatíma hafa slæm áhrif á svefn.
(Strength Conditioning Journal, 26: 43-46, 2013)