Blöðruhálskirtilskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið sem dregur karla til dauða.
Mikið hefur verið rætt og ritað um blöðruhálskirtilskrabbamein. Flestir karlmenn fá þetta krabbamein fyrr eða síðar ef þeir ná lifa nógu lengi til þess en ofgreining og ótímabær meðhöndlun getur ein og sér valdið ótímabærum dauða og þjáningum. Það er því mikilvægt að bregðast rétt við þegar krabbameinið er greint.
Fjöldi ranghugmynda eru í gangi um þetta algenga krabbamein. Svonefnd PSA greining hefur ekki reynst áreiðanleg aðferð til þess að greina blöðruhálskirtilskrabbamein. Tómatvörur hafa ekki fyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóminn og það er ekkert samhengi á milli lycopene sem er sindurvari í tómötum og áhættunnar gagnvart blöðruhálskirtilskrabbameini. Hátt testósteróngildi eykur ekki áhættuna gagnvart sjúkdómnum og olíur úr fiskafurðum draga ekki úr hættunni á blöðruhálskirtilskrabbameini. Bætiefni eins og fjölvítamín draga ekki heldur úr hættunni. Raunin er sú að hugsanlega auka fjölvítamín hættuna á krabbameini og hjartasjúkdómum ef eitthvað er.
(ScienceDaily, 22 ágúst 2012)