Í einum bjór eru um 150 hitaeiningar. Einn og sér er því einn bjór ekki endilega hættulegur fyrir aukakílóin. Það er þegar fleiri slíkir safnast reglulega saman sem hættan eykst. Áfengið hefur þau áhrif á marga að þeir fá tilhneigingu til að borða meira. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Þjóðarstofnun um áfengis- og eiturlyfjaneyslu í Bandaríkjunum borða margir um 300 hitaeiningum meira þegar þeir hafa drukkið áfengi en þegar þeir hafa sleppt áfenginu.
Óbeinar afleiðingar áfengisneyslu eru þær að leiða til ásóknar í orkuríkan mat. Skynsemin hverfur með áfenginu.
Áfengið hefur því þær óbeinu afleiðingar að hitaeininganeyslan eykst og aukakílóin eru því fljótari að safnast saman. Það sem verra er, er að þegar áfengi hefur verið haft um hönd er ásóknin frekar í feitan orkuríkan mat en ekki hollan orkuríkan mat. Áfengi leggst misjafnlega í fólk og því eru til rannsóknir sem hafa sýnt fram á að þeir sem drekka áfengi í hófi þyngist minna en bindindismenn þegar til langs tíma er litið.
(American Journal of Clinical Nutrition, 97, 97:1068-1075, 2013)