Þjálfarar ráðleggja íþróttamönnum í flestum tilfellum að hætta að nota áfengi þegar þeir eru í strangri þjálfun. Áfengið kemur í veg fyrir nýmyndun vöðva og eyðileggur þannig árangurinn af æfingunum. Það hefur hinsvegar reynst erfitt að rannsaka nákvæmlega áhrif áfengis á íþróttamenn enda flestir lítið gefnir fyrir áfengi. Vísindamenn við Penn State læknaháskólann notuðust því við mýs til að komast að samhenginu á milli áfengis og vöðvauppbyggingar. Músunum var gefið raflost í tíu lotur og sex endurtekningar til þess að örva vöðva. Tveimur tímum síðar fengu þær áfengi sem dugði til að gera þær ölvaðar. Rafmagnsmeðferðin jók nýmyndun vöðva um 28% en áfengið stöðvaði ferlið algerlega. Ef sama á við um menn er ljóst að íþróttamenn ættu að forðast áfengi í kjölfar erfiðra æfinga, sérstaklega ef ætlunin er að auka styrk eða vöðvamassa.
(Alcoholism: Clinical and Experimental Research, 39:1-10, 2015)