Rannsókn sem Sarah Cains við Francis Crick stofnunina í London gerði á músum reyndist athyglisverð. Mýs fá aukna matarlyst eftir að hafa fengið mjög hóflegt magn af áfengi þrjá daga í röð.
Áfengi raskar eðlilegri þyngdarstjórnun með því að koma í veg fyrir að fituvefir noti fitufrumur sem orku. Til viðbótar við þessi áhrif áfengisins auka hitaeiningarnar sem í áfenginu eru enn meira á fitusöfnunina. Einn lítill bjór inniheldur 150 hitaeiningar, enda eru 7,5 hitaeiningar í hverju grammi af hreinu alkóhóli.
Áfengi stuðlar því að fitusöfnun á þrenna vegu. Það dregur úr hæfni líkamans til að nýta fitu sem orku. Það fjölgar aukakílóum með þeirri orku sem í því sjálfu eru. Áfengi eykur einnig matarlyst.
(Nature Communications, 8:14014, 2017)