Brún fita er afar lítið hlutfall af heildarfitu líkamans. Hún er þeim eiginleikum gædd að hún getur brennt orku með því að breyta orkunni sem við fáum úr fæðunni í hita. Hvíta fitan hefur hinvegar öfuga verkun. Hún geymir orkuna sem forða. Brúna fitan myndar hita í líkamanum án skjálfta og þjónar þeim tilgangi að aðlaga dýr og menn að miklum kulda.
Æfingar geta virkjað brúnu fituna ef marka má rannsókn sem vísindamenn við Háskólann í Granada á Spáni gerðu.
Brúna fitan er þeim eiginleikum gædd að hún getur brennt orku með því að breyta orkunni sem við fáum úr fæðunni í hita.
Ósjálfráða taugakerfið í líkamanum virkjar brúnu fituna en það er einskonar viðbragðskerfi líkamans við álagi, streitu og neyð. Virkni brúnu fitunnar hefur sömuleiðis töluvert að segja um hitaeiningabrennslu líkamans og þar af leiðandi fitubrennslu. Talið er að rekja megi mismunandi tilhneygingu fólks til að fitna til virkni og magns brúnu fitunnar í líkamanum.
(Annals of Nutrition & Metabolism, 67:21-32, 2015)