Alzheimers sjúkdómurinn og andleg hrörnun þó hún sé ekki jafn alvarleg og sjúkdómurinn virðist vera órjúfanlegur hluti þess að eldast hjá mörgu fólki. Vísindamenn hafa nú sýnt fram á samhengi á milli andlegrar hrörnunar og hægra efnaskipta. Í rannsókn sem stóð í fimm ár komst Dr. Danielle Laurin við Laval Háskólann í Kanada að því að fólk sem æfir er ólíklegra til að hrörna andlega með aldrinum en þeir sem æfa ekki. Æfingar auka blóðflæði til heilans, bæta insúlínnæmni og lækka blóðþrýsting og kólesteról sem virðist eiga ríkan þátt í að vernda heilann þegar aldurinn færist yfir. Fólk sem æfði af kappi minnst þrisvar í viku var ólíklegast til þess að vera í hættu gagnvart Alzheimers sjúkdómnum. Konur ættu að stunda æfingar fram eftir aldri því æfingar virtust draga meira úr andlegri hrörnun hjá þeim en hjá körlum.
(Arch. Neurol. 58: 498-504, 2001)