Reglulegar æfingar eru ein besta leiðin til þess að takast á við streitu vegna þess að þær vinna gegn þeim efnaferlum líkamans sem valda heilsutjóni í kjölfar streytu. Það velkist enginn í vafa um það í dag að streita ræður miklu um heilbrigði. Streita hefur ekki bara áhrif á andlegt heilbrigði, heldur einnig líkamlegt. Æfingar hafa jákvæð áhrif á insúlínefnaskipti og draga úr kortísóli sem líkaminn framleiðir þegar hann er í streituvaldandi aðstæðum. Þær lækka líka blóðþrýsting, minnka blóðfitu og minnka kviðfitu. Þær eru því eitt besta ráðið sem í boði er til þess að takast á við streitu. Erica Jackson við Delaware Ríkisháskólann í Bandaríkjunum leggur til nokkur skref til þess að takast á við streitu:
- Gerðu þér grein fyrir því hvað það er sem veldur þér streitu og hugleiddu hvað þú getur gert til þess að takast á við vandamálið.
- Gættu þess að sofa nægilega mikið.
- Skipulegðu daginn og gerðu ráð fyrir að tími gefist til að æfa á ákveðnum tíma.
- Borðaðu hollt mataræði.
- Leitaðu stuðnings hjá fólki í kringum þig sem getur hjálpað þér að takast á við streituna.
(ACSM Health & Fitness fréttabréfið, 17 (3): 14-18, 2013)