Fitubrennsla eykst í 24 tíma eftir þolæfingar ef æft er á tómum maga.

Flestir brenna um 10-15 hitaeiningum á mínútu í hóflegum þolæfingum. Líkaminn heldur áfram að brenna hitaeiningum í umstalsverðu magni eftir að æfingum er lokið. Hversu mikið, fer eftir eftir því hversu lengi var æft og erfiðleikastigi.

Japanskir vísindamenn komust að því að fitubrennsla jókst meira í 24 tíma eftir æfingar ef æft var á tómum maga í samanburði við æfingar eftir máltíð.

Þeir sem tóku þátt í rannsókninni æfðu í klukkustund við álag sem samsvaraði helmingi af hámarksgetu, bæði fyrir og eftir máltíð. Samkvæmt niðurstöðunni borgar sig að æfa á tómum maga ef markmiðið er fitubrennsla.
(Metabolism, vefútgáfa)