Site icon Fitness.is

Hvort er betra að lyfta eða stunda þolfimi til að léttast?

Margir sérfræðingar hafa mælt með þolfimi sem bestu aðferðinni til þess að brenna fitu. Æfingar með lóðum eru einnig mikilvægar til þess að koma í veg fyrir vöðvarýrnun og örva efnaskipti. Vísindamenn við Háskólann í Kansas með J.P. Thyfault í fararbroddi rannsökuðu 17 offeita miðaldra menn sem annað hvort voru látnir lyfta lóðum eða stunda þolfimi í sex mánuði. Báðar æfingaáætlanirnar tóku 45 mínútur í senn fjóra daga í viku. Niðurstaðan varð sú að einungis þeir sem stunduðu þolfimina léttust en þeir sem stunduðu tækja og lóðaæfingarnar minnkuðu við sig fitu og bættu á sig vöðvamassa. Fituléttingin var jöfn í báðum hópunum en þolfimihópurinn missti mun meiri vöðvamassa. Þessi rannsókn hefur mikið að segja fyrir þá sem vilja léttast. Ef ætlunin er að líta betur út þegar upp er staðið er samkvæmt þessu betra að stunda tækja- og lóðaæfingar í bland við þolfimi til þess að fara milliveginn. Ágæt æfingaáætlun í þá áttina gæti samanstaðið af 30 mínútna þolæfingum á dag og tækjaæfingum þrisvar í viku. (American College of Sports Medicine Annual Meeting, útdráttur 2462, 2001)

Exit mobile version