Site icon Fitness.is

Ofþjálfun slæm fyrir heilsuna

Það að vera mjög duglegur við að mæta í æfingastöðina og taka á getur haft ofþjálfun í för með sér. Ofþjálfunin felur ekki einungis í sér að árangurinn láti á sér standa, heldur getur heilsunni hrakað. Þegar ofþjálfun er annars vegar getur mótefnakerfi líkamans hrakað og haft það í för með sér að líkaminn verður varnarlausari gagnvart flensum og pestum sem ganga. Það er því mikilvægt að kunna að hvíla sig á milli þess sem teknar eru góðar æfingar. Þarna á milli ríkir hárfínt jafnvægi sem hver og einn verður að læra á gagnvart sjálfum sér. Ef þú ert búinn að æfa lengi og árangurinn stendur í stað er ekki ólíklegt að ofþreyta sé ástæðan. Þá er kominn tími til að breyta um æfingaáætlun og hvíla meira. Æfðu vel, en af skynsemi.
(LATimes.com, 12. Nóvember 2001)

Exit mobile version