Site icon Fitness.is

Koffín hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans eftir æfingar

Ónæmiskerfi líkamans verður fyrir miklu álagi þegar hlaupið er maraþon eða 10 km hlaup og íþróttamenn eru í meiri hættu en aðrir gagnvart flensu eða kvefi í kjölfar mjög erfiðra æfinga. Samkvæmt rannsókn við Loughborough háskólann í Bretlandi hafði koffíngjöf í bæði miklu og litlu magni þau áhrif að líkaminn eykur framleiðslu drápsfrumna (killer cells). Þeir sem tóku þátt í rannsókninni fengu koffín í kjölfar þess að hafa æft þolæfingar í 90 mínútur við 75% hámarksálag. Drápsfrumur eru mikilvægar fyrir ónæmiskerfi líkamans sem einnig mætti kalla varnarkerfi líkamans. Um 20% frumna ónæmiskerfisins eru drápsfrumur.

Ekki skipti máli hvaða magn af koffíni var gefið í rannsókninni sem sýnir að koffín eflir ónæmiskerfið í kjölfar æfinga. Þessi niðurstaða bætist við þá staðreynd að við vitum að koffín hefur jákvæð áhrif á frammistöðu í æfingum.

(International Journal Sports Medicine, 32: 155-165, 2011)

Exit mobile version