Site icon Fitness.is

Karlar borða meira vegna svefnleysis en konur

man and an empty fridgeLöngun í mat eykst þegar þú sefur ekki nægilega mikið. Þannig stuðlar óreglulegur svefn að offitu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskólann í Pennsylvaníu í Filadelfíu eykur svefnleysi matarlyst meira hjá karlmönnum en konum. Sjálfstjórnin virðist minnka þar sem megnið af hitaeiningunum sem rekja má til svefnleysis koma úr eftirréttum, sósum og söltuðu snakki. Það er vel þekkt að til þess að ná árangri í ræktinni, sérstaklega með tilliti til vöðvastækkunar er svefninn afar mikilvægur. Svefn er mikilvægur fyrir andlegt jafnvægi og greinilegt er að hann er líka mikilvægur fyrir jafnvægið á baðvoginni.
(American Journal of Clinical Nutrition, 100:559-566, 2014)

Exit mobile version