Site icon Fitness.is

Gróðurhúsaáhrifin og hlýtt húsnæði leggja sitt af mörkunum til offitunnar

Hitastigið fer hækkandi víða um heim vegna svonefndra gróðurhúsaáhrifa. Einnig er hærra hlutfall fólks sem býr við góðan húsakost en áður og er lengst af í hlýjunni innandyra eða hlýrra loftslagi en mannkynið hefur átt að venjast í þróunarsögunni. Þetta er atriði sem vísindamenn við Lundúnarháskóla bentu á sem einn þátt sem legði sitt af mörkum til offitunnar. Þeir halda því fram að sökum þess að við verjum mun meiri tíma innandyra í hlýjunni en við höfum gert, er minni þörf fyrir svokallaða hitamyndun (thermogenesis) líkamans að gera. Líkaminn myndar hita þegar við erum í kulda og svonefnd brún fita hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í því sambandi. Líkaminn myndar hærra hlutfall brúnnar fitu þegar hann þarf að venjast kulda en heitt loftslag minnkar mikilvægi brúnu fitunnar. Brúna fitan skipar stórt hlutverk í brennslu hitaeininga og því telja bresku vísindamennirnir þennan þátt mikilvægari en áður. Vísindamennirnir við Lundúnarháskóla birtu fá gögn sem flokka má undir sannanir þessari kenningu til staðfestingar, en vildu vekja athygli á þessari kenningu þar sem hún þótti áhugaverð.

(Obesity Reviews, 12-543-551, 2011)

Exit mobile version