Site icon Fitness.is

Fitubrennsla er mest á tómum maga eftir nóttina

hlaup_skokk_brennslaSamkvæmt niðurstöðum rannsókna kóreanskra vísindamanna brennum við meiri fitu þegar við æfum á tómum maga að morgni í samanburði við að æfa eftir morgunmat. Rannsóknin byggðist á að fólk mætti á rannsóknarstofuna að morgni og hljóp á hlaupabretti í hálftíma. Annar hópurinn fyrir morgunmat, hinn eftir morgunmat. Blóðsykur mældist lægri hjá þeim sem voru fastandi og meira var af lausum fitusýrum, kortísóli og vaxtarhormóni í blóðrásinni en hjá þeim sem voru búnir að fá sér morgunmat. Af þessum niðurstöðum má ráða að fitubrennsla ætti að vera meiri á morgnana ef æft er á fastandi maga.
(Journal of Physical Therapy Science, 27:1929-1932, 2015)

Exit mobile version