Þegar við borðum kolvetnaríkan mat hlaðast vöðvarnir af glýkógeni sem líkja má við skjótfengnar orkubyrgðir. Vísindamennirnir framkölluðu glýkógenlágt ástand með því að blanda saman æfingum og kolvetnalágu mataræði. Niðurstöður þessarar ransókna hafa ákveðna þýðingu fyrir líkamsræktarfólk vegna þess að margir eru á frekar kolvetnalágu fæði þegar skorið er niður. Ef glýkógenið verður óheppilega lítið í vöðvunum er orðið nánast ógjörningur að viðhalda vöðvamassanum í niðurskurðinum. Þegar skorið er niður er ætlunin að losna við fitu, en ekki endilega vöðva. Ef menn æfa mikið og ætla að skera sig niður er þar af leiðandi ekki heppilega að gleyma sér í of miklu prótíni. Kolvetnin verða að vera til staðar.
(Journal of Applied Physiology, 109: 431-438, 2010)