Site icon Fitness.is

Úrslit Íslandsmóts IFBB 2014

Karen Lind Thompson sigraði heildarkeppnina í módelfitness.
Karen Lind Thompson sigraði heildarkeppnina í módelfitness.

Þátttökumet var slegið á Íslandsmóti líkamsræktarmanna sem fór fram um páskana í Háskólabíói þegar 151 keppandi steig á svið. Flestir bestu keppendur landsins tóku þátt og er óhætt að segja að nýjar stjörnur hafi fæðst á Íslandsmótinu. Mörg ný andlit stimpluðu sig inn sem öflugir keppendur og sjá mátti miklar framfarir hjá fjölmörgum keppendum. Að lokinni keppni í einstökum flokkum tók við heildarkeppni þar sem sigurvegarar flokka mættust. Heildarsigurvegari fitnessflokka kvenna varð Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir, í módelfitness varð Karen Lind Thompson heildarsiguvegari og í vaxtarræktinni varð Gísli Örn Reynisson Schramm sigurvegari. Sigurvegarar í fitnessflokkum karla voru þeir Elmar Þór Diego sem sigraði í fitness karla, Snæþór Ingi Jósepsson sem sigraði unglingaflokkinn og Mímir Nordquist sem sigraði í sportfitness.

Nýjir meistarar í módelfitness

Keppnin í módelfitness var nokkuð jöfn og sáust mörg ný andlit sem eiga örugglega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Keppt var í fyrsta skipti í flokki 35 ára og eldri þar sem hörð barátta var á milli Jónu Lovísu Jónsdóttur og Nadedza Nikita Rjabchuk sem lauk með sigri þeirrar síðarnefndu. Það var Rakel Rós Sigurðardóttir sem sigraði unglingaflokkinn eftir afar jafna keppni við Irmu Ósk Jónsdóttur sem er dóttir Jónu Lovísu Jónsdóttur sem keppti í 35 ára og eldri flokknum. Keppnin á milli þeirra var það jöfn að eftir forkeppnina var Irma með forystu en Rakel hafði betur þegar upp var staðið.

Sigurvegarar í hæðarflokkunum í módelfitness urðu þær Christel Ýr Johansen, Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, Karen Lind Thompson og Gyða Hrönn Þorsteinsdóttir. Keppnin var sérlega jöfn í hæsta flokknum þar sem baráttan um sigurinn stóð á milli þriggja keppenda, þeirra Aðalheiðar Ýr Ólafsdóttur, Magneu Gunnarsdóttur og Gyðu Hrannar Þorsteinsdóttur. Fyrstu þrjú sætin voru mjög jöfn að stigum en það fór svo að Gyða fór frá því að vera í þriðja sæti eftir forkeppnina í að sigra tiltölulega óvænt þegar úrslitin lágu fyrir um kvöldið. Jafntefli var á milli hennar og Aðalheiðar um fyrsta sætið en samkvæmt reglum er skorið úr um jafntefli með því að kanna hvor keppanda fær fleiri toppsæti frá dómurunum sem eru níu talsins. Gyða stóð því uppi sem sigurvegari að lokum.

Úrslit í fitness og vaxtarrækt

Í vaxtarræktinni var það Gísli Örn Reynisson Schramm sem varð heildarsigurvegari og Íslandsmeistari í undir 90 kg flokki. Mark Bargamento sigraði í unglingaflokki, Sigurkarl Aðalsteinsson sigraði í flokki 40 ára og eldri, Júlíus Þór Sigurjónsson sigraði í undir 80 kg flokki, og Imad El Moubarik sigraði í yfir 100 kg flokki.

Hafdís Elsa Ásbergsdóttir Íslandsmeistari í ólympíufitness

Keppt var í fyrsta skipti í ólympíufitness kvenna sem er nýr keppnisflokkur sem staðsettur er mitt á milli fitness kvenna og vaxtarræktar. Hafdís Elsa Ásbergsdóttir varð Íslandsmeistari í ólympíufitness eftir harða keppni við Elmu Grettisdóttur sem varð önnur, Hildu Elísabet Guttormsdóttur sem varð þriðja og Ragnhildi Gyðu Magnúsdóttur sem varð fjórða. Flokkurinn var allur hinn glæsilegasti og er því spáð að mikill vöxtur eigi eftir að verða í þessari keppnisgrein á næstu árum.

Elmar Þór Diego varð Íslandsmeistari í fitness karla

Hörð keppni var í fitnessflokkum karla þar sem átta reynsluboltar öttu kappi. Það var Elmar Þór Diego sem sigraði en annar varð Kristján Geir Jóhannesson og þriðji Gauti Már Rúnarsson. Íslandsmeistari unglinga varð Snæþór Ingi Jósepsson. Ellefu keppendur voru í unglingaflokki og keppnin því hörð en í öðru sæti varð Fjalar Örn Sigurðsson og Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson varð þriðji.

Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir varð heildarsigurvegari í fitness kvenna

Una Margrét Heimisdóttir varð Íslandsmeistari í unglingaflokki, Magnea Guðbjörnsdóttir Íslandsmeistari í flokki 35 ára og eldri en þær Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir og Hugrún Árnadóttir sigruðu í yfir og yfir 163 sm flokki. Fór svo að Guðrún sigraði síðan heildarkeppnina á milli sigurvegarana og var því heildarsigurvegari í fitness kvenna.

Mímir Nordquist sigraði í sportfitness

Alls kepptu 19 keppendur í hinum líflega sportfitnessflokki karla. Fjölmargir flottir og efnilegir keppendur tóku þátt en það var Mímir Nordquist sem sigraði. Annar varð Haraldur Fossan Arnarsson og þriðji varð Jóhann Þór Friðgeirsson.

Á föstudaginn langa fer fram keppni í módelfitness í Háskólabíói. Búist er við harðri keppni, enda fjöldi keppenda sem mun stíga á svið. Forkeppnin hefst klukkan 11.00 fyrir hádegi en sjálft úrslitakvöldið hefst klukkan 18.00.

Nánari úrslit verða birt hér um helgina.

Úrslit Íslandsmótsins í fitness, módelfitness, vaxtarrækt, ólympíufitness og sportfitness 2014

PDF skjal með úrslitum (Sumir símar og tölvur sýna ekki alla dálkana)

Númer Fitness kvenna ungl. Stig L1 Stig L2 Sæti
3 Una Margrét Heimisdóttir 7 6 1
2 Ragnhildur Finnbogadóttir 8 9 2
4 Ingiborg Jóhanna Kjerúlf 15 15 3
1 Kara Gautadóttir 20 20 4
 
Númer Fitness kvenna 35 ára + Stig L1 Stig L2 Sæti
5 Magnea Guðbjörnsdóttir 8 5 1
6 Kristjana Ösp Birgisdóttir 15 11 2
7 Hilda Allansdóttir 14 16 3
8 Rósa Björg Guðlaugsdóttir 14 18 4
 
Númer Fitness kvenna -163 Stig L1 Stig L2 Sæti
11 Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir 5 5 1
10 Erla María Davíðsdóttir 11 10 2
14 Hafdís Björg Kristjánsdóttir 17 19 3
13 Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir 25 21 4
9 Helga Ólafsdóttir 19 21 5
12 Ágústa Guðný Árnadóttir 28 29 6
 
Númer Fitness kvenna +163 Stig L1 Stig L2 Sæti
17 Hugrún Árnadóttir 6 7 1
15 Hallveig Karlsdóttir 12 11 2
20 Sandra Ásgrímsdóttir 12 11 2
21 Viktoría Lýðsdóttir Hirst 21 22 4
19 Karen Gisladóttir 28 25 5
16 Anna Fedorowicz 26 28 6
18 Rakel Dögg Sigurðardóttir 40
22 Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir 35

Karen Lind Thompson sigraði heildarkeppnina í módelfitness.

Númer Fitness konur heildarkeppni Stig Sæti
11 Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir 6 1
3 Una Margrét Heimisdóttir 10 2
17 Hugrún Árnadóttir 14 3
5 Magnea Guðbjörnsdóttir 19 4
 
Númer Fitness karla unglingafl  Frjálsar Samanb Stig Sæti
30 Snæþór Ingi Jósepsson 5 18 23 1
33 Fjalar Örn Sigurðsson 17 24 41 2
31 Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson 14 32 46 3
23 Eyþór Ingólfsson Melsteð 36 22 58 4
24 Friðbjörn Bragi Hlynsson 43 46 89 5
25 Hjálmar Gauti Jónsson 35 70 105 6
26 Elvar Örn Ingason 46 72 118
27 Björgvin Andri Garðarsson 25 88 113
28 Martin Meyer 45 110 155
29 Kristján Þórður Þorvaldsson 26 94 120
32 Bjarki Páll Pálsson 37 78 115
 
Númer Fitness karla Frjálsar Samanb Stig Sæti
38 Elmar Þór Diego 9 14 23 1
39 Kristjan Geir Jóhannesson 8 18 26 2
36 Gauti Már Rúnarsson 18 28 46 3
37 Hlynur Guðlaugsson 19 44 63 4
41 GASMAN 19 54 73 5
35 Gunnar Sigurðsson 31 58 89 6
40 Ólafur Ragnar Ólafsson 37 72 109
42 Smári Ívarsson 36 78 114
 
Númer Sportfitness karla Stig L1 Stig L2 Sæti
57 Mímir Nordquist 5 5 1
43 Haraldur Fossan Arnarsson 17 14 2
45 Jóhann Þór Friðgeirsson 23 19 3
61 Kristján Loftur Helgason 20 20 4
60 Haukur Víðisson 28 21 5
53 Hlynur Kristinn Rúnarsson 33 25 6
44 Hlynur Már jónsson 88
46 Jón Ólafsson 81
47 Sveinn Smári 45
48 Guðjón Arnar Elíasson 95
49 Már Valþórsson 68
50 Michal Wolodko 60
51 Stefán Freyr 44
52 Nemanja Kospenda 79
54 Pétur Stanislav Karlsson 71
55 Stefán Örn Guðmundsson 69
56 Sverrir Bergmann Viktorsson 49
58 Viktor Berg 37
59 Bjarmi Alexander Rósmansson 42
 
Númer Ólympíufitness kvenna Frjálsar Samanb Stig Sæti
133 Hafdis Elsa Ásbergsdóttir 5 12 17 1
134 Elma Grettisdóttir 10 20 30 2
132 Hilda Elisabeth Guttormsdottir 18 30 48 3
135 Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir 17 40 57 4
 
Númer Vaxtarr.unglingafl. karla Frjálsar Samanb Stig Sæti
136 Mark Bargamento 8 14 22 1
138 Svavar Ingvarsson 12 16 28 2
137 Guðmundur Halldór Karlsson 18 28 46 3
139 Gísli Þór Gíslason 12 40 52 4
 
Númer Vaxtarrækt karla 40 ára+ Frjálsar Samanb Stig Sæti
140 Sigurkarl Aðalsteinsson 5 10 15 1
141 Baldur Borgþórsson 10 20 30 2
 
Númer Vaxtarr.karlar -80 kg Frjálsar Samanb Stig Sæti
142 Júlíus Þór Sigurjónsson 5 10 15 1
144 Ómar Freyr Sævarsson 10 20 30 2
143 Grettir Ólafsson 15 30 45 3
 
Númer Vaxtarr.karlar -90 kg Frjálsar Samanb Stig Sæti
147 Gísli Örn Reynisson Schramm 5 10 15 1
148 David Alexander 12 24 36 2
146 Alfreð Pálsson 13 26 39 3
145 Anton Eyþór Rúnarsson 20 40 60 4
 
Númer Vaxtarr.karlar yfir 100 kg Frjálsar Samanb Stig Sæti
150 Imad El Moubarik 5 10 15 1
149 Gunnar Vilhelmsson 10 20 30 2
 
Númer Heildarkeppni í vaxtarrækt Stig Sæti
136 Mark Bargamento 18 3
140 Sigurkarl Aðalsteinsson 23 5
142 Júlíus Þór Sigurjónsson 18 4
147 Gísli Örn Reynisson Schramm 5 1
150 Imad El Moubarik 10 2
 
Númer Módelfitness kvenna 35 ára+ Stig L1 Stig L2 Sæti
65 Nadedza Nikita Rjabchuk 7 7 1
62 Jóna Lovísa Jónsdóttir 8 8 2
63 Hólmdís Ben 15 15 3
151 Erla Björk Jónsdóttir 20 20 4
64 Linda Björk Sigurðardóttir 25 25 5
 
Númer Módelfitness kvenna ungl. (16-18 á árinu). Stig L1 Stig L2 Sæti
69 Rakel Rós Friðriksdóttir 10 8 1
66 Irma Ósk Jónsdóttir 6 10 2
68 Birta Hörn Guðmundsdóttir 17 16 3
72 Valerija Rjabchuk 19 21 4
70 Sara Rut Snorradóttir 25 26 5
73 Harpa Lind Þrastardóttir 31 29 6
67 Hugrún linda björgvinsdóttir 34
71 Sóldís Jónsdóttir 40
 
Númer Módelfitness kvenna -163 Stig L1 Stig L2 Sæti
86 Christel Ýr Johansen 10 10 1
89 Steinunn Helga Björgólfsdóttir 25 14 2
80 Sandra Jónsdóttir 14 15 3
92 Andrea Sif Jónsdóttir 16 15 4
74 María Katrín 22 22 5
75 Eva Lind Fells Elíasdóttir 35 29 6
76 Giedre Grigaraviciuté 85
77 Eva Björg Daðadóttir 48
78 Guðrún Arndís Aradóttir 69
79 Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir 49
81 Hjördís Þorsteinsdóttir 91
82 Eydís Sunna Ægisdóttir 59
83 Karen Gunnarsdóttir 40
84 Dagmar Pálsdóttir 84
85 Linda Sjöfn Jónsdóttir 63
87 Margrét Bjarney Flosadóttir 48
88 Ragney Líf Stefánsdóttir 72
90 Eydís Hlín Arnarsdóttir 49
91 Vigdís Aradóttir 84
 
Númer Módelfitness kvenna -168 Stig L1 Stig L2 Sæti
102 Rannveig Hildur Guðmundsdóttir 7 6 1
96 Katrín Edda Þorsteinsdóttir 9 9 2
99 Louisa Hedemann 17 15 3
101 Simona Macijauskaite 31 20 4
94 Ísabella Ósk Eyþórsdóttir 22 25 5
93 Kolbrún Siv Freysdottir 23 27 6
95 Jóhanna Kristín Elfarsdóttir 56
97 Hafrún Lilja Jakobsdóttir 65
98 Kristjana Huld Kristinsdóttir 45
100 Rakel Ósk Orradóttir 39
103 Klaudia Alicja Bech 40
104 María Rún Sveinsdóttir 43
105 Guðbjörg Yuriko Ogino 58
 
Númer Módelfitness kvenna -171 Stig L1 Stig L2 Sæti
116 Karen Lind Thompson 5 5 1
115 Valdís Björg Hilmarsdóttir 10 10 2
113 Sigrún Morthens 19 17 3
107 Kristin Elisabet Gunnarsdottir 29 24 4
108 Sara Vilhjálmsdóttir 24 25 5
112 Sarah Dröfn Björnsdóttir 30 25 6
106 Halla Kristín Kristinsdóttir 52
109 Aníta Rós Aradóttir 43
110 Hanna Sif Hermannsdóttir 53
111 Ólafía Kristjánsdóttir 33
114 Björk Bogadóttir 33
 
Númer Módelfitness kvenna +171 Stig L1 Stig L2 Sæti
119 Gyða Hrönn Þorsteinsdóttir 12 8 1
123 Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir 9 8 2
125 Magnea Gunnarsdóttir 11 14 3
127 Sandra Ýr Grétarsdóttir 25 21 4
117 Sóley Rut Jóhannsdóttir 31 23 5
122 Saga Björk Friðþjófsdóttir 31 30 6
118 Erla Úlfarsdóttir 35
120 Hildur Inga Magnadóttir 67
121 Jóhanna Jóhannesdóttir 70
124 Erna Arnardóttir 35
126 Lilja Dís Smáradóttir 33
128 Valdís Hrönn 59
129 Þóra Steina Jónsdóttir 54
130 Erla Dögg Haraldsdóttir 56
131 Sigrún Sigurpálsdóttir 66
 
Númer Heildarkeppni í módelfitness Stig Sæti
116 Karen Lind Thompson 8 1
102 Rannveig Hildur Guðmundsdóttir 11 2
119 Gyða Hrönn Þorsteinsdóttir 18 3
86 Christel Ýr Johansen 20 4
69 Rakel Rós Friðriksdóttir 21 5
65 Nadedza Nikita Rjabchuk 30 6

Myndir á leiðinni í myndasafnið.

Katrín Edda
Rannveig
Rannveig

Karen
Karen
Gyða
Aðalheiður
Magnea
+35 ára
Sátt með sigur
Exit mobile version