Site icon Fitness.is

Úrslit Bikarmótsins í fitness 2016

Um helgina fór fram Bikarmótið í fitness í Háskólabíó þar sem um 100 keppendur stigu á svið. Að þessu sinni fór mótið fram á einum degi sem gekk framar vonum ekki síst í ljósi fjölda keppenda.

Þeir voru margir keppendurnir sem fóru brosandi af sviðinu. Fjölmargir nýir keppendur stigu í fyrsta skipti á svið og sérlega ánægjulegt var að sjá þær framfarir sem sumir keppendur sýndu á milli móta.

Teitur Arason með þrennu í fitness karla

Teitur Arason keppti í bæði unglingaflokki og opnum flokki í fitness karla og sigraði báða flokkana og varð þar með einnig heildarsigurvegari í fitness karla.  Fastir á hæla Teits komu þeir Ómar Smári Óttarsson og Gunnar Sigurðsson. Ómar keppti eins og Teitur í unglingaflokki líka en þar varð hann sömuleiðis á annar á eftir Teit sem sýnir hversu sterkur unglingaflokkurinn reyndist á mótinu. Á síðasta Íslandsmóti sigraði Ingi Sveinn Birgirsson bæði unglingaflokkinn og heildarkeppnina eins og Teitur en í þetta skipti hafnaði hann í þriðja sæti sem undirstrikar enn betur hversu öflugir unglingarnir eru orðnir í þessari keppnisgrein.

Una Margrét Heimisdóttir sigraði í fitnessflokki kvenna

Ásrún Ösp Vilmundardóttir sigraði unglingaflokk fitness kvenna og þær Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Una Margrét Heimisdóttir sigruðu sína hæðarflokka. Þær Hafdís og Una eru nýkomnar heim af heimsmeistaramótinu í fitness þar sem þær stóðu í baráttu um verðlaunasæti í sínum flokkum og sýndu að styrkleikinn í þessari keppnisgrein er á heimsmælikvarða hér á landi. Ásrún sem sigraði unglingaflokkinn býr sömuleiðis yfir samræmi sem á heima á alþjóðlegum mótum. Í fitnessflokki 35 ára og eldri var það Anna Fedorowich sem stóð uppi sem sigurvegari.

Hrönn sviðsmeistari ein í ólympíufitness

Hrönn Sigurðardóttir var að þessu sinni eini keppandinn í ólympíufitness kvenna. Hún sýndi hinsvegar að venju frábær takta enda erfitt að finna keppendur sem eru færari í sviðsframkomu en Hrönn. Hún er eins og þær Una og Hafdís nýkomin af heimsmeistaramótinu í Póllandi þar sem hún varð jöfn að stigum og keppandinn í sjötta sæti í mjög fjölmennum flokki. Hið einkennilega er að hér á landi hefur keppendafjöldinn í ólympíufitness verið fámennur, en erlendis eru þetta fjölmennustu flokkarnir á eftir módelfitness. Það væri afar gaman að sjá fjölgun í þessum keppnisflokki, ekki síst ef keppendur ná að tileinka sér sviðsframkomu á heimsmælikvarða eins og Hrönn.

Fjölgun að nýju í módelfitness

Um 50 keppendur tóku þátt í módelfitness sem er fjölgun frá Íslandsmótinu. Það var sérlega ánægjulegt að sjá að byrjendaflokkurinn í módelfitness fékk góðar viðtökur en þar kepptu 13 keppendur sem voru allir að stíga sín fyrstu skref á sviði. Það var Margrét Sif Sigurðardóttir sem sigraði byrjendaflokkinn, Ása Hulda Oddsdóttir varð önnur og Ásta Lilja Sólveigardóttir. Í hæðarflokkunum voru það Tanja Rún Freysdóttir, Aðalbjörg Arna Gærdbo, Íris Hrefna Hafsteinsdóttir og Ingibjörg Kristín Gestsdóttir sem sigruðu sína flokka en í heildarkeppninni stóð Aðalbjörg Arna Gærdbo uppi sem sigurvegari.

Jöfn keppni í sportfitness

Viktor Berg varð aftur Bikarmeistari í sportfitness eftir harða baráttu við Jakob Ingason og Aðalstein Stefnisson. Í unglingaflokki mátti sjá miklar framfarir hjá kunnuglegum keppendum en þar var keppnin gríðarlega jöfn en Ásbjörn Árni Ásbjörnsson sigraði.

Fámennur en öflugur flokkur í vaxtarrækt

Einungis fjórir keppendur tóku þátt í vaxtarræktinni. Sigurður Stefán Sigurðsson var einn í flokki 40 ára og eldri og mætti í fantaformi. Í opna flokknum var það David Alexander sem sigraði og sömuleiðis í heildarkeppninni.

Úrslit Bikarmótsins 2016

Sætum 7 og ofar er raðað í stafrófsröð.
Sæti – keppnisflokkur – númer

Fitness karla
1 Teitur Arason 1
2 Ómar Smári Óttarsson 3
3 Gunnar Sigurðsson 2
4 Bent Helgason 4
5 Reynir Ari Þórsson 5

Fitness karla unglingafl.
1 Teitur Arason 8
2 Ómar Smári Óttarsson 7
3 Ingi Sveinn Birgirsson 9
4 Aron Freyr Sveinbjörnsson 6

Teitur Arason

Heildarsigurvegari í fitness karla
Teitur Arason

Fitness kvenna unglingafl.
1 Ásrún Ösp Vilmundardóttir 12
2 Bergrós Kristjánsdóttir 10
3 Sara Böðvarsdóttir 11

Fitness kvenna -163
1 Hafdís Björg Kristjánsdóttir 13
2 Brennda Mattos 17
3 Rakel Guðnadóttir 18
4 Bergrós Kristjánsdóttir 14
5 Hilda Allansdóttir 15
6 Sara Böðvarsdóttir 16

Fitness kvenna +163
1 Una Margrét Heimisdóttir 21
2 Ásrún Ösp Vilmundardóttir 19
3 Anna Fedorowicz 22
4 Elsa Þórisdóttir 20

Fitness kvenna 35 ára +
1 Anna Fedorowicz 23
2 Hilda Allansdóttir 25
3 Elsa Þórisdóttir 24

Una Margrét Heimisdóttir

Heildarsigurvegari í fitness kvenna
Una Margrét Heimisdóttir

Ólympíufitness kvenna
1 Hrönn Sigurðardóttir 26

Módelfitness -163
1 Tanja Rún Freysdóttir 32
2 Loubna Anbari 29
3 Íris Ósk Ingólfsdóttir 28
4 Sara Líf Guðjónsdóttir 31
5 Margrét Sif Sigurðardóttir 34
6 Helga Magnea Gunnlaugsdóttir 30
Brynja Marín Sverrisdóttir 33
Freydís Ósk Ásmundsdóttir 27
María Lena Heiðarsdóttir Olsen 35

Módelfitness -168
1 Aðalbjörg Arna Gærdbo 40
2 Simona Macijauskaite 42
3 Ásta Lilja sólveigardóttir 37
4 Guðrún Helga Reynisdóttir 36
5 Ingibjörg Sölvadóttir 41
6 Málfríður Jökulsdóttir 39
Véný Viðarsdóttir 38

Módelfitness +168
1 Íris Hrefna Hafsteinsdóttir 48
2 Hrafnhildur Arnardóttir 49
3 Ásdís Bjarkadóttir 51
4 Ana Markovic 50
5 Íris Harpa Hilmarsdóttir 45
6 Ása Hulda Oddsdóttir 46
Elísabet María Pétursdóttir 43
Erna Bergþórsdóttir 44
Ingibjörg Garðarsdóttir Briem 47

Módelfitness 35 ára +
1 Ingibjörg Kristín Gestsdóttir 53
2 Vala Friðriksdóttir 54
3 Kolbrún Þorsteinsdóttir 52

Módelfitness byrjendur
1 Margrét Sif Sigurðardóttir 59
2 Ása Hulda Oddsdóttir 62
3 Ásta Lilja Sólveigardóttir 60
4 Íris Harpa Hilmarsdóttit 61
5 Ingibjörg Sölvadóttir 57
6 Elísabet María Pétursdóttir 55
Ásdís Bjarkadóttir 65
Brynja Marín Sverrisdóttir 67
Erna Bergþórsdóttir 66
Fjóla Dóra Sæmundsdóttir 56
Málfríður Jökulsdóttir 58
Ólöf Eir Jónsdóttir 63
Ragnhildur Björk Ingvarsdóttir 64

Módelfitness unglinga 16-19 ára
1 Tanja Rún Freysdóttir 70
2 Harpa Lind Hjálmarsdóttir 71
3 Hrafnhildur Arnardóttir 69
4 Sara Líf Guðjónsdóttir 74
5 Írena Rut Sigríðardóttir 72
6 Freydís Ósk Ásmundsdóttir 68
Ólöf Eir Jónsdóttir 73

Aðalbjörg Arna Gærdbo

Heildarsigurvegari í módelfitness
Aðalbjörg Arna Gærdbo

Sportfitness karla -178
1 Viktor Berg 81
2 Jakob Ingason 83
3 Ísak Grant 79
4 Brynjar Víðisson 80
5 Przemyslaw Zmarzly 75
6 Victor Levi Ferrua 78
Björn Berg 77
Tómas Bachmann 76
Þröstur Hjálmarsson 82

Sportfitness karla +178
1 Aðalsteinn Stefnisson 87
2 Haukur Heiðar Bjarnason 84
3 Ólafur Davíð Pétursson 88
4 Lukasz Milewski 86
5 Árni Gísli Magnússon 90
6 Pálmar Hafþórsson 89
Bergsteinn Dagur Ægisson 85

Sportfitness karla unglingafl.
1 Ásbjörn Árni Ásbjörnsson 92
2 Gerald Brimir Einarsson 93
3 Ísak Grant 91

Viktor Berg

Heildarsigurvegari í sportfitness
Viktor Berg

Vaxtarrækt karla 40 ára +
1 Sigurður Stefán Sigurðsson 94

Vaxtarrækt karla
1 David Alexander 98
2 Þorvaldur Ægir Þorvaldsson 96
3 Sigurður Stefán Sigurðsson 97
4 Enric Már Teitsson 95

David Alexander

Heildarsigurvegari í vaxtarrækt
David Alexander

Heildarúrslit með stigum hverrar lotu.

 

Exit mobile version